LÖG FÉLAGS ÁHUGAMANNA UM SÖGU LÆKNISFRÆÐINNAR 

 
1. gr. 

Félagið heitir Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar (Icelandic Society for Medical History). Heimili þess er í Reykjavík. 
 

2. gr. 

Tilgangur félagsins er að efla þekkingu á sögu læknisfræðinnar með hverjum þeim ráðum, er þjóna því sjónarmiði, s.s. með því að styðja rannsóknir á sögu læknisfræðinnar, útgáfu rita og varðveislu minja um sögu læknisfræðinnar 

3. gr. 

Í félaginu skulu haldnir fundir svo oft sem verkefni gefast. Stjórn félagsins boðar félagsfundi að jafnaði með viku fyrirvara. 

4. gr. 

Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, ritari, féhirðir og tveir meðstjórnendur. 

Skulu þeir kosnir á aðalfundi til þriggja ára. Ennfremur skal kjósa tvo endurskoðendur til þriggja ára. 

5. gr. 


Stjórnin annast allar framkvæmdir félagsins, þær er félagsfundur hefur eigi ráðstafað á annan veg. 

 6. gr. 

Félagsfundur kýs heiðursfélaga og bréfafélaga, samkvæmt einróma tilnefningu félagsstjórnar. 

7. gr. 

Á félagsfundum má ekki gera ályktun um neitt félagsmálefni, sem eigi hefur verið greint á skriflegu fundarboði, nema því aðeins að á fundi séu meira en helmingur atkvæðisbærra félagsmanna. 

Atkvæðisbærir félagar eru þeir, er eigi skulda félagsgjöld fyrir meira en eitt ár. 
 

8. gr. 


Aðalfundur skal haldinn árlega að jafnaði í marsmánuði. Á honum skulu þessi mál tekin til meðferðar: 

•  Stjórnin leggur fram reikninga félagsins og skýrir frá störfum þess síðastliðið starfsár. 

•  Kosning stjórnar og endurskoðenda. 

•  Ákvörðun félagsgjalda. 

•  Önnur mál. 

9. gr. 

Lögum þessum má eigi breyta án samþykkis aðalfundar.