2014

5. apríl 2014.  Aðalfundur 

Aðalfundur Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar var haldinn þann 5. apríl 2014 kl 10 í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Á dagskrá voru lögbundin aðalfundarstörf.   Formaður kynnti skýrslu stjórnar og voru góðar umræður um mörg efni hennar.  Ólöf Garðarsdóttir gjaldkeri kynnti reikninga félagsins og voru þeir síðan samþykktir.  Árgjald verður óbreytt. Ekki var kosið í stjórn að þessu sinni.
Að lokum flutti Margrét Guðnadóttir prófessor emeritus / yfirlæknir í veirufræði erindi þar sem hún sagði frá helstu þáttum í sögu veirufræðinnar.  Margrét sagði sérstaklega frá áföngum sem skiptu máli í baráttunni við veirusjúkdóma. Eftir fundinn voru kaffiveitingar í boði félagsins. 

 

22. janúar 2014.  Læknadagar

Lækningaminjasöfn hér og nú / Medical museums here and now.

Sam Alberti forstjóri Museum and Archives, Royal College of Surgeons, London.
Adam Bencard prófessor í vísindasögu, Novo Nordisk Foundation Center for Basic Metabolic Research, Medical Museion, Kaupmannahöfn.
Anna Lísa Rúnarsdóttir sviðsstjóri rannsókna- og varðveislusviðs Þjóðminjasafns Íslands

20. janúar 2014.  Læknadagar

Var Jón með syphilis?  Elías Ólafsson prófessor og yfirlæknir taugalækninga

_____________________________________________________

2013

5. október 2013.  Hrafnseyrarhátíð í Reykjavík, hátíðadagskrá í Þjóðminjasafninu í samvinnu við safnið að Hrafnseyri við Arnarfjörð í tilefni af 800 ára dánarafmæli Hrafns Sveinbjarnarsonar.

Höfðingi nýrra tíma.  Hrafn Sveinbjarnarson í samtíð sinni. Torfi H. Tulinius prófessor.
Undrin í skáldskap Hrafnssögu.  Guðrún Nordal forstöðumaður Árnasafns.
Lækningar og sáluhjálp. Viðhorf til lækninga í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar.  Ásdís Egilsdóttir prófessor.
Þvagfæraskurðlæknirinn Hrafn Sveinbjarnarson. Eiríkur Jónsson yfirlæknir.
Guðrún P. Helgadóttir og fræðivinna hennar.  Jón Jóhannes Jónsson yfirlæknir.
Dýrlingur á faraldsfæti. Revía í tali og tónum.  Óttar Guðmundsson og Diabolus In Medica; Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Páll Torfi Önundarson, Jón Sigurpálsson.
 

13. apríl 2013.  Aðalfundur
Lokun klaustranna og breytt lífsgæði almennings eftir siðaskipti.

Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið.

23. janúar 2013.  Læknadagar – Egils Snorrasonar fyrirlestur

Sjálfsvíg í sögulegu samhengi. Orsakir sjálfsvíga og viðhorf til þeirra sem það gerðu í Svíþjóð á 18. öld.  Arne Jerrick prófessor við Stokkhólmsháskóla.
Sjálfsvíg í annálum á Íslandi 1400-1800.  Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur sem fjallaði um sjálfsvíg í annálum á Íslandi frá 1400-1800. 
Greftrunarsiðir sjálfsvegenda á miðöldum. Óttar Guðmundsson geðlæknir.

21. janúar 2013.  Læknadagar.

Saga svæfinga á Íslandi.  Jón Sigurðsson svæfingalæknir.

_____________________________________________________

2012                                   

10. nóvember 2012. Egils Snorrasonar fyrirlestur
Ólíkar lífslíkur barna í samfélagi 19. aldar.

Deaths in the 19th century Sweden,  Sören Edvinsson prófessor Umeå, Svíþjóð.
A rural penalty in the pre industrial setting?  Ólöf Garðarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

14. apríl 2012.  Aðalfundur

Um sinaveikir eða raskanir á samhljómi tilfinninga og viðkvæmni.  Sigurjón Stefánsson, tauga – og geðlæknir.

24. mars 2012.

„Ljótu golurnar” – Samskipti fyrstu kynslóðar íslenskra hjúkrunarkvenna við lækna.  Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur.   

20. janúar 2012.  Læknadagar.

Persónuleikaraskanir í Íslendingasögunum.  Óttar Guðmundsson geðlæknir.

16. janúar 2012  Læknadagar.

Saga Íslendinga – vitnisburður erfðafræðinnar.  Agnar Helgason líffræðingur og mannfræðingur.

 _____________________________________________________________

 2011

 5. nóvember 2011  Egils Snorrasonar fyrirlestur.

Unintended negative physical effect of official health counceling in the tventieth century. Anne Lökke professor við kaupmannahafnarháskóla
Að lifa samkvæmt mæligildum.  Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor í heimilislækningum við Háskóla Íslands

2. apríl 2011.  Aðalfundur.

100 ára afmæli læknadeildar Háskóla Íslands.  Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir bráðamóttöku geðdeildar LSH og Katrín Fjeldsted yfirlæknir á Heilsugæslunni í Efstaleiti minnast kennara og kennslustunda í læknadeild. 

26. febrúar 2011 Freud í Íslendingasögunum.

„Veg þú aldri meir í inn sama knérunn en um sinn.” Um endurtekningar og dauðaþrá í Brennu – Njálssögu. Torfi Tuliníus prófessor.
„Brunnu beggja kina, björt ljós á mig drósar” Um ástir og ástleysi í Íslendingasögunum.  Óttar Guðmundsson læknir.

25. janúar 2011.  Læknadagar
Læknakennsla saga og nútími.  Málþing í tengslum við 100 ára afmæli Háskóla Íslands og 250 ára afmæli læknakennslu á Íslandi

24. janúar 2011  Læknadagar.

Berklar við aldahvörf.  Þorsteinn Blöndal yfirlæknir berklavarna. 

____________________________________________________

2010

30. október 2010  Egils Snorrasonar fyrirlestur
Máling haldið í samvinnu við læknadeild HÍ í tilefni 100 ára afmælis Læknadeildar HÍ 2011

Setning fundarstjóra: Óttar Guðmundsson geðlæknir.
Ávarp:  Guðmundur Þorgeirsson professor deildarforseti læknadeildar.
Contemporary medical history- projects, methods and outcomes:  Öivind Larsen prófessor.
Kreppur og heilsa:  Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ.
Siðferðislegar afleiðingar hrunsins:  Viðhjálmur Árnason prófessor.

4. september 2010.  
Berklahælið á Vífilsstöðum 100 ára.  Málþing um sögu berklahælisins haldið í samvinnu við afmælisnefnd á vegum Garðabæjar, Hrafnistu, Landspítala og SIBS.

Inngangur og fundarstjórn:  Helgi Sigurðsson læknir.
Saga berkla á Íslandi:  Eyþór Jónsson læknir.
Berklahælið á Vífilsstöðum:  Steinar Lúðvíksson blaðamaður.
Mannlífið á Vífilsstöðum:  Guðbjörg Petersen, Jóhannes Arason, Rannveig Löve.
Arfleið baráttunnar við berkla:  Helgi Sigurðsson læknir.
  

10. apríl 2010  Aðalfundur

Framtíð og staða byggingamála Lækningsminjasafn í Nesi. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, sagnfræðingur og safnstjóri.

20. janúar 2010 Læknadagar

Stóra – Bóla 1707 í skuggsjá Möðruvallaklaustursprestakalls, Loftur Guttormsson sagnfræðingur professor emeritus.

________________________________________________________

2009

21. mars 2009 aðalfundur.

Íslensk lækningahandrit og prentaðir lækningatextar frá 1600–1800 Valin dæmi. Ön Hrafnkelsson, sagnfræðingur.

27. febrúar 2009

Kennsla í sögu læknisfræðinnar.

19. janúar2009. Hádegisverðarfundur á Læknadögum.

Hátíðafundur í samvinnu við Læknafélag Reykjavíkur.
Læknafélag Reykjavíkur 100 ára. - Áhrif læknis í samfélagi -  Jón Ólafur Ísberg, sagnfræðingur.

________________________________________________________

2008

4. desember 2008. Jóns Steffensenar fyrirlestur.

Gray’s Anatomy 150 ára. Hannes Petersen dr med, yfirlæknir Háls-, nef- og eyrnadeildar Landspítala.

8. nóvember 2008. Egils Snorrasonar fyrirlestur

Egill Snorrason, stutt kynning: Páll Ásmundsson læknir. “Historic influenza pandemics as source of knowledge for preparedness planning”.  Fredrik Elgh, læknir, prófessor, Svíþjóð.

27. september 2008 ráðstefna

Læknaminjasafn í Nesi - fortíð og framtíð.

15. mars 2008 Aðalfundur

Teikningar Lækningaminjasafns Íslands: Stutt kynning arkitekta.
Heilsufarssaga Íslendinga frá landnámi til 19. aldar - fornleifaskoðun á mannabeinum: Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur.

24. janúar 2008 Hádegiserindi á Læknadögum.

Menntun kvenna og lækkun ungbarnadauða á Íslandi 1850 til 1920.  Ólöf Garðarsdóttir, ph.D. í sagnfræði.

________________________________________________________

2007

17. nóvember 2007. Egils Snorrasonar fyrirlestur.

“Skin Manifestations Depicted by the Greek Moulages”  Anne-Marie Worm, MD, DMSci, AD Húð- og kynsjúkdómalæknir, Danmörk.

25. október 2007

Háþrýstingur í sögulegu samhengi. Þorkell Guðbrandsson, yfirlæknir, sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum.

13-16. Júní 2007

The XXIth Nordic Medical History Congress, Umeå, Sweden www.medhistumea.se

100 ára afmæli Kleppsspítala í maí 2007.

24. mars 2007 Aðalfundur

Einangraðir bændur eða máttarstólpar samfélagsins. Þórunn Guðmundsdóttir, sagnfræðingur.

15. janúar 2007 Hádegisverðarfundur á Læknadögum

Saga Kleppsspítala. Óttar Guðmundsson, geðlæknir (Bók 2007 “Kleppur í 100 ár”)

________________________________________________________

2006

26. október 2006 fræðslufundar (með Félagi íslenskra heimilislækna)

Héraðslæknar og saga Síðulæknar: Haukur Valdimarsson heimilislæknir Nýskipan læknis í Ólafsvík og baráttan við háa dánartíðni ungbarn: Kristrún Hall Helgadóttir, sagnfræðingur.

1. apríl 2006 Egils Snorrasonar fyrirlestur

“The Paradigm Shift in Scientific Methodology and in Medical Ethics after The Second World War – a Self-Experienced Near-History”
Professor Povl Riis DR. MED. HC. FRCP læknir Danmörk.

4. mars 2006: Aðalfundur

Lækningar í Águstínusarklaustrinu á Skriðu í Fljótsdal Niðurstöður fornleifarannsóknar. Steinunn Kristjánsdóttir, phil.dr.

16. janúar: Hádegisverðarfundur á Læknadögum

Baðmenning og baðlækningar til forna.  Jón Þorsteinsson, gigtarlæknir Grein í Læknablaðinu 2005/91, 617-621.

 ________________________________________________________

2005

26. nóvember 2005

Kreppan í heilbrigðisskýrslum. Jón Ólafur Ísberg sagnfræðingur.

10. – 13. ágúst 2005.

Norræna þingið um sögu læknisfræðinnar haldið í Háskóla Íslands

30. apríl. 2005 Aðalfundur

Fyrsti læknirinn í Nesi ? Absalon Laufman bartskeri 1718, Landsins lög eða kóngsins flota lög? Halldór Baldursson, Dr med, bæklunarlæknir

18. og 19. febrúar 2005 Ráðstefna í minningu Jóns Steffensen

Menning og meinsemdir: rýnt í bein, farsóttir, læknisfræði og lýðsögu Íslendinga.
Framlag félagsins: Laugardaginn 19. febrúar - Fundarstjóri: Atli Þór Ólason.
Um forystu Jóns í söfnun og varðveislu muna og minja Kristinn Magnússon fornleifafræðingur.
Endurlífgun um 1800 Halldór Baldursson, Dr med bæklunarlæknir. 
Jón Steffensen í heimi Íslendingasagna og lögbóka. Óttar Guðmundsson geðlæknir. 
Umfjöllun prófessors Jóns Steffensen um farsóttir á fyrri öldum Haraldur Briem sóttvarnarlæknir.

17. janúar. 2005 Hádegisverðarfundur á Læknadögum

Úr sögu læknisfræðinnar. Geðsjúkdómar í íslenskum fornsögum. Óttar Guðmundsson, geðlæknir

________________________________________________________

2004


30. október 2004 Egils Snorrasonar fyrirlestur (með hjartalæknum). 

History – Close to the Heart: Coronary Heart Disease Today and Yesterday. Bengt W. Johansson MD PSE FACC FICA hjartalæknir Málmey. Sjá nánar: Læknablaðið 2005/91, 294-297.

3. apríl 2004 Aðalfundur

"Var Svarti dauði fuglaflensa?" - Deilur vísindamanna um orsakir og eðli miðaldaplágunnar á Íslandi og í Evrópu. Stefán Pálsson, sagnfæðingur

11. febrúar 2004 Jón Steffensen fyrirlestur. 

Ófrjósemisaðgerðir á Íslandi árin 1938-1975 skv. lögum 16/1938 eða eins og í þeim segir: "Að heimila, í viðeigandi tilfellum, aðgerðir til að koma í veg fyrir að fólk auki kyn sitt". Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur.

________________________________________________________

2003

29. nóvember 2003 Egils Snorrasonar fyrirlestur

Saga fyrirbyggjandi læknisfræði, með áherslu á reynslu Þjóðverja og Norður Evrópubúa.
Peter Nilsson aðstoðarprófessor í lyflæknisfræði við háskólann í Lundi og Málmey.

30. apríl 2003 Jón Steffensen fyrirlestur

Nesstofa og landlæknar fyrri tíma Kolbrún Ingólfsdóttir sagnfræðingur Sjá nánar: Læknablaðið 2003/89, 811-812.
Á eftir fyrirlestri Kolbrúnar fræddi Heimir Þorleifsson sagnfræðingur fundarmenn enn frekar um sögu Seltjarnarness.