Aðalfundur Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar verður haldinn laugardaginn 11. apríl 2015 kl. 10.00 í Hringsal Landspítala. Á dagskrá eru lögbundin aðalfundarstörf. Í framhaldi af aðalfundinum flytur Hafsteinn Sæmundsson læknir og áhugamaður um íslenskar fornbókmenntir fyrirlestur sem hann nefnir: Suðurganga Hrafns Sveinbjarnarsonar og tilgáta um hvernig hann lærði læknisfræði. Að fundi loknum verður boðið upp á kaffi.