Aðalfundur Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar verður haldinn þann 5. apríl 2014 kl 10 í fundarsal Þjóðminjasafnsins.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem Margrét Guðnadóttir prófessor emeritus / yfirlæknir í veirufræði mun flytja erindi.  Í lok fundarins verða kaffiveitingar í boði félagsins.