Aðalfundur Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar verður haldinn laugardaginn 16. apríl kl 10 í fundarsal Þjóðminjasafnsins.   

Á dagskrá eru:
 

  • Lögbundin aðalfundarstörf 
  • Farið yfir reikninga félagsins 
  • Formaður flytur skýrslu stjórnar 
  • Kosning skoðunarmanna reikninga 
  • Ákvörðun félagsgjalds 
  • Önnur málEftir aðalfundinn flytja þau Halla Fróðadóttir lýtalæknir og Óttar Guðmundsson geðlæknir fyrirlestur um sögu transgender aðgerða.  
 


Að fundi loknum verður boðið upp á kaffi 

Aðalfundur Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar verður haldinn laugardaginn 11. apríl 2015 kl. 10.00 í Hringsal Landspítala. Á dagskrá eru lögbundin aðalfundarstörf. Í framhaldi af aðalfundinum flytur Hafsteinn Sæmundsson læknir og áhugamaður um íslenskar fornbókmenntir fyrirlestur sem hann nefnir: Suðurganga Hrafns Sveinbjarnarsonar og tilgáta um hvernig hann lærði læknisfræði. Að fundi loknum verður boðið upp á kaffi.

Íslandi hefur verið falið að halda norrænu ráðstefnuna um sögu læknisfræðinnar árið 2015.  Búið er að gera heimasíðu fyrir ráðstefnuna sem haldin verður 12-16 ágúst 2015. Slóðin er: https://events.artegis.com/event/sagalaek2015

 

Aðalfundur Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar verður haldinn þann 5. apríl 2014 kl 10 í fundarsal Þjóðminjasafnsins.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem Margrét Guðnadóttir prófessor emeritus / yfirlæknir í veirufræði mun flytja erindi.  Í lok fundarins verða kaffiveitingar í boði félagsins.